Icelink var stofnað árið 2012 af miklum reynsluboltum á sviði upplýsingatækni, fyrirtækið er sérhæft á sviði Microsoft hugbúnaðar og er með samstarfssamning við Microsoft auk þess að vera endursöluaðili ýmissa erlendra fyrirtækja.


Í upphafi var mörkuð sú stefna að veita fyrst og fremst vandaða þjónustu, megináherslan er lögð á hýsingu tölvukerfa, vefsíðugerð og almenna tölvu- og tækniþjónustu. Fljótlega varð viðskiptavinahópur okkar ákaflega fjölbreyttur en einkennist að stórum hluta af smærri fyrirtækjum, greinileg vöntun var á innlendum hýsingaraðila og tæknifyrirtæki sem er með persónulega þjónustu, sanngjarna gjaldskrá og viljugt til að þjónusta allt frá einstaklingsfyrirtækjum uppí stærri fyrirtæki.


Eins og áður sagði er Icelink í samstarfi við Microsoft og er með þjónustusamning við þá, sem veitir okkur greiðan aðgang að öllum hugbúnaði þeirra sem og ráðgjafa- og tækniþjónustu. Mikil áhersla er lögð á menntun og þekkingu starfsmanna og hafa þeir auk háskólagráða í upplýsingatækni margvíslegar 

sérfræðigráður sem nýtast í þau fjölmörgu verkefni sem inn á borð þeirra koma á degi hverjum.

Tölvukerfi okkar er af vönduðustu gerð, enginn afsláttur er gefinn af öryggi eða gæðum, tölvusalurinn er gríðar vel búinn og óhætt að segja að afköst tölvukerfis okkar er með því besta sem gerist, því til staðfestingar má vísa í ummæli viðskiptavina okkar.