Öryggismál ofar öllu

  • Öryggisstefna Icelink er bindandi fyrir alla starfsmenn fyrirtækisins og nær til allra þjónustuaðila og starfsmanna sem veita Icelink þjónustu.

  • Allir starfsmenn eru skuldbundnir til að vernda gögn og upplýsingakerfi gegn óheimiluðum aðgangi, uppljóstrun, eyðileggingu eða tapi.

  • Icelink stuðlar að virkri öryggisvitund starfsmanna og viðskiptavina.

  • Starfsmönnum og þjónustuaðilum, núverandi og fyrrverandi er óheimilit að veita upplýsingar um innri mál Icelink, viðskiptavina eða annarra starfsmanna.

  • Allar tengingar inn í tölvukerfi Icelink eru ávallt dulkóðaðar, sama hvaða tilgangi þær þjóna.

 

Allur okkar tölvubúnaður er hýstur í einum af fullkomnusta vélasal landsins, þar er mikið lagt uppúr öryggismálum bæði hvað varðar rekstrar- og aðgangsöryggi.

Tölvusalurinn er með alþjóðlega ISO27001 öryggisvottun sem er gríðarlega strangur staðall sem er endurnýjaður árlega af erlendum úttektaraðila.

 

Staðallinn innifelur

  • Fyllsta öryggis er gætt í allri gagnavinnslu.

  • Ströngum verkferlum er beitt við alla vinnslu.iso27001bsi

  • Vinnusvæði er skipt upp í öryggissvæði.

  • Engir óviðkomandi hafa aðgang að vinnusvæðum.

  • Stöðug eftirfylgni að öllum reglum sé fylgt.

  • Vottunin er endurnýjuð árlega í framhaldi af úttekt