Afritun


Starfsmenn Icelink sjá um afritun á öllum gögnum þeirra viðskiptavina sem eru í hýsingu hjá okkur,

sama hvort um er að ræða gögn á gagnadrifum, gagnasöfn, póst eða vefsíður.


Afritun og endurheimt er ávallt innifalin  í verði ef gerður er þjónustusamningur, afritunarkerfi okkar

sem er mjög fullkomið tekur afrit alla daga ársins, ef grípa þarf í afrit þá tekur það skamma stund

frá því beiðni berst þar til gögnin eru komin aftur á sinn stað.


Afrit eru geymd í þann tíma sem tilgreint er í þjónustusamning.  Ef ná þarf í afrit þá er það gjaldfrjálst

fyrir viðskiptavini okkar á skrifstofutíma.


Afritunarkerfið er í stöðugri vöktun allan sólarhringinn, ef upp kemur frávik þá fá kerfisstjórar okkar

tilkynningu og bregðast samstundis við.